Reikningsskil og skattaráðgjöf

Í Reikningsskilum felst gerð ársreikninga og skattframtala fyrir rekstraraðila og einstaklinga. Færsla bókhalds og frágangur virðisaukauppgjöra ásamt staðgreiðsluskilagreinum.

GK endurskoðun tekur að sér vinnu vegna reikningsskila ásamt launavinnslum og greiðsluþjónustu fyrir smærri og stærri aðila, gerð ársreikninga og aðstoð og ráðgjöf er snýr að reikningshaldi og skattamálum.

Í skattaráðgjöf felst skattframtalsgerð, alhliða skattaráðgjöf og úrlausnir fyrir félög og einstaklinga, ráðgjöf um rekstrarform og aðstoð vegna ágreiningsmála við skattayfirvöld. GK endurskoðun tekur að sér að annast skattframtöl fyrir fyrirtæki og einstaklinga. Starfsfólk GK endurskoðunar býr yfir víðtækri þekkingu á skattalögum og skattarétti sem tryggir hámarks gæði og fagleika við skattframtalsgerðina.

Félagaréttur snýr að stofnun félaga, sameiningu, skiptingu, yfirtökur og slit ásamt skjala- og samningagerð á því sviði. GK endurskoðun tekur að sér ráðgjöf og úrlausnir á sviði félagaréttar.

Svæði

GK endurskoðun

Hafnarstræti 97  |  600 Akureyri
Sími 460 5200  |  gke@gke.is